Myndir og myndskeið skoðuð
Veldu
Valmynd
>
Gallerí
og
Myndir/myndsk.
.
Sjálfgefið er að myndum, myndskeiðum og möppum sé raðað eftir dagsetningu og
tíma.
Til að opna skrá velurðu hana af listanum. Notaðu hljóðstyrkstakkann til að stækka
mynd.
Til að breyta mynd heldurðu fingri á henni og velur
Breyta
í sprettivalmyndinni.
Til að breyta myndskeiði heldurðu fingri á því og velur
Klippa
í sprettivalmyndinni.
Haltu inni mynd í stutta stund og veldu úr eftirfarandi í sprettivalmyndinni:
Sem veggfóður — Nota myndina sem veggfóður á heimaskjánum.
Sem myndhringingu — Gera mynd að sjálfgefinni hringimynd.
Setja við tengilið — Gera mynd að hringimynd tengiliðar.
Haltu inni myndskeiði í stutta stund og veldu úr eftirfarandi í sprettivalmyndinni:
Setja við tengilið — Velja myndskeiðið sem hringitón fyrir tengilið.
Sem hringitón — Nota myndskeiðið sem hringitón.
Tækjastikan auðveldar þér að velja algengar aðgerðir með myndum, myndskeiðum
og möppum.
Hægt er að velja úr eftirfarandi atriðum á tækjastikunni:
Senda — Senda mynd eða myndskeið.
Eyða — Eyða mynd eða myndskeiði.