Yfirlit korta
Veldu
Valmynd
>
Kort
.
Velkomin í Kortaforritið.
Kortin sýna þér staði í grenndinni, hjálpa þér að finna leiðina þangað og vísa þér til
vegar.
•
Leitaðu uppi borgir, götur og þjónustu.
•
Rataðu rétta leið með nákvæmri leiðsögn.
66
Kort
•
Samstilltu uppáhaldsstaðina þína og leiðirnar milli símans þíns og vefþjónustu
Nokia-kort.
•
Skoðaðu veðurspána og aðrar tiltækar upplýsingar um staðinn.
Ekki er víst að allar þjónustur séu tiltækar í öllum löndum og þær kunna að vera
eingöngu í boði á völdum tungumálum. Þjónusturnar kunna að vera háðar netkerfi.
Símafyrirtækið gefur nánari upplýsingar.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.
Efni stafrænna korta kann stundum að vera ónákvæmt og ófullnægjandi. Aldrei skal
treysta eingöngu á efnið eða þjónustuna fyrir bráðnauðsynleg samskipti, t.d. í
bráðatilvikum.
Sumt efni er framleitt af þriðju aðilum en ekki Nokia. Efnið kann að vera ónákvæmt
og veltur á framboði.