Umsjón með vottorðum
Stafræn vottorð vernda efni við flutning á trúnaðarupplýsingum. Nota ætti slík
vottorð ef tengjast á netbanka eða öðru vefsvæði eða fjartengdum miðlara vegna
aðgerða sem fela í sér sendingu trúnaðarupplýsinga.
Einnig ætti að nota slík vottorð til að minnka hættuna á vírusum eða öðrum skaðlegum
hugbúnaði og tryggja áreiðanleika hugbúnaðar sem hlaðið er niður af netinu og settur
upp.
Veldu
Valmynd
>
Stillingar
og
Sími
>
Símastjórnun
>
Öryggi
>
Vottorðastjórnun
og
veldu þá tegund vottorðs sem þú vilt nota.
Stafræn vottorð tryggja ekki öryggi heldur eru þau notuð til að staðfesta uppruna
hugbúnaðar.
Stillingar 105
Mikilvægt: Tilvist vottorðs dregur verulega úr þeirri áhættu sem fylgir
fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar. Til að aukið öryggi fáist skal nota vottorð
á réttan hátt, og þau verða að vera rétt, áreiðanleg og traust. Vottorð eru bundin
tilteknum tíma. Ef þau hafa runnið út eða eru ógild skal athuga hvort rétt dag- og
tímasetning er í tækinu.