Aðgerðir á snertiskjá
Opnaðu forrit eða aðra skjáeiningu
Smelltu einu sinni á forritið eða eininguna.
Til að sjá tiltæka valkosti fyrir opna hlutinn velurðu
Valkostir
eða tákn af tækjastiku,
ef það er í boði.
Aðgerðir opnaðar á fljótlegan hátt
Smelltu á atriðið og haltu því inni. Sprettivalmynd opnast með valkostum sem eru í
boði. Til að senda til dæmis mynd smellirðu á hana og heldur henni inni, og velur síðan
viðeigandi valkost á skyndivalmyndinni.
Ábending: Til að sjá tiltæka valkosti fyrir hlut sem er opinn, svo sem mynd eða
myndskeið, smellirðu á skjáinn.
Veldu
Í þessum notendaleiðbeiningum er opnun forrita eða atriða með því að smella á þau
kallað að "velja". Ef velja þarf nokkra hluti í röð eru valmyndaratriðin sem velja á
aðskilin með örvum.
Til að velja til dæmis
Valkostir
>
Hjálp
, smellirðu á
Valkostir
og síðan
Hjálp
.
Togað í hlut
Smelltu á hlutinn, haltu honum inni og renndu fingrinum yfir skjáinn. Hluturinn eltir
fingurinn.
Til að fletta upp eða niður á vefsíðu togarðu í síðuna til með fingrinum.
Strokið
Settu fingur á skjáinn og renndu fingrinum ákveðið í tiltekna átt.
14
Tækið tekið í notkun
Þegar mynd er skoðuð er hægt að skoða næstu eða fyrri mynd með því að strjúka
myndinni til vinstri eða hægri.
Flett
Til að fletta upp eða niður á lista sem er með flettistiku dregurðu til sleða
flettistikunnar.
Settu fingurinn á skjáinn, renndu honum hratt upp eða niður á skjánum og slepptu
svo. Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut
af flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn.
Ábending: Til að skoða stutta lýsingu á tákni seturðu fingurinn á táknið. Ekki eru til
lýsingar á öllum táknum.
Baklýsing snertiskjás
Ef skjárinn er ekki notaður í tiltekinn tíma slokknar á bakljósi hans. Til að kveikja á
bakljósinu smellirðu á skjáinn.
Ef snertiskjárinn og takkarnir eru læstir kviknar ekki á ljósinu þótt smellt sé á skjáinn.