
Stillingahjálp
Með stillingahjálpinni er hægt að velja tölvupósts- og tengistillingar. Framboð stillinga
í stillingahjálpinni veltur á eiginleikum tækisins, SIM-kortinu, símafyrirtækinu og þeim
gögnum sem eru í gagnagrunni stillingahjálparinnar.
Veldu
Valmynd
>
Forrit
>
Verkfæri
>
Still.hjálp
.
Best er að hafa SIM-kortið í tækinu meðan á notkun stillingahjálparinnar stendur. Ef
SIM-kort er ekki í símanum skaltu fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
Veldu úr eftirfarandi:
Símafyrirtæki — Tilgreindu stillingar sem eru bundnar símkerfinu eins og MMS,
internet, WAP og straumspilunarstillingar.
Póstuppsetning — Settu upp POP, IMAP eða Mail for Exchange áskrift.
Mismunandi getur verið hvaða stillingar eru í boði.