Spilunarlisti búinn til
Viltu geta hlustað á mismunandi tónlist á mismunandi stundum? Með því að nota
spilunarlista geturðu búið til safn laga sem spiluð eru í ákveðinni röð.
Veldu
Valmynd
>
Tónlist
>
Tónlistarsp.
.
1 Veldu
Spilunarlistar
.
2 Veldu
Valkostir
>
Nýr spilunarlisti
.
3 Sláðu inn heiti fyrir spilunarlistann og veldu
Í lagi
.
4 Veldu lög til að setja á spilunarlistann, í þeirri röð sem á að spila þau.
Ef samhæft minniskort er í tækinu vistast spilunarlistinn á minniskortinu.
Lagi bætt við spilunarlista
Veldu lagið og haltu því inni og veldu
Bæta á spilunarlista
á sprettivalmyndinni.
Lög fjarlægð af spilunarlista
Á spilunarlistaskjánum velurðu lagið og heldur því inni og velur svo
Fjarlægja
á
sprettivalmyndinni.
Laginu er ekki eytt úr tækinu heldur aðeins af spilunarlistanum.
Tónlistarmappa
47
Spilunarlisti spilaður
Veldu
Spilunarlistar
og spilunarlistann.
Ábending: Forritið Tónlistarsp. býr sjálfkrafa til spilunarlista með mest spiluðu
lögunum, nýlega spiluðum lögum og lögunum sem síðast var bætt við.