
Meðferð tækisins
Fara skal gætilega með tækið, rafhlöðuna, hleðslutækið og allan aukabúnað. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að halda
tækinu í ábyrgð.
•
Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið
blotnar skal fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna.
•
Hvorki skal nota tækið á rykugum eða óhreinum stöðum né geyma það þar. Hreyfanlegir hlutir og rafrænir hlutar þess
geta skemmst.
•
Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu tækisins, skemmt rafhlöðuna og undið eða
brætt plastefni.
•
Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi getur raki myndast innan í því og
hann getur skemmt rafrásir.
112 Vöru- og öryggisupplýsingar

•
Ekki skal reyna að opna tækið öðruvísi en tilgreint er í notendahandbókinni.
•
Óleyfilegar breytingar geta skemmt tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.
•
Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur skemmt innri rafrásaspjöld og
búnað.
•
Aðeins skal nota mjúkan, hreinan og þurran klút til að hreinsa yfirborð tækisins.
•
Ekki skal mála tækið. Málning getur fest hreyfanlega hluti og komið í veg fyrir að þeir vinni rétt.
•
Af og til skal slökkva skal á tækinu og fjarlægja rafhlöðuna til að það virki sem best.
•
Haltu tækinu frá seglum eða segulsviðum.
•
Til að varðveita mikilvægar upplýsingar skaltu vista þær á a.m.k. tveimur stöðum, s.s. í tækinu þínu, á minniskorti eða
í tölvu, eða skrifa niður mikilvægar upplýsingar.
Við lengri aðgerðir getur tækið hitnað. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef grunur leikur á að tæki vinni ekki rétt skal fara
með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.